16 nóvember 2006

Ísland Vs Danmörk

Fótbolti 2:14
Bjór 2:14
Pizzur 2:14

Hvers vegna er maður að hanga hér? Jú, af því að Reykjavík er happening. Afsaka verður seinagang í póstum en ég hef verið í atferliskönnun um Skandinavíu 20 af síðustu 30 dögum. Hér kemur ljúfsárt í ferðalok.

Peter, Bjorn og John - Paris 2004

Veit ekkert um þá en þeir slógu mig niður. Vafalaust sænskir. Takk Heiða.

Troy Von Balthazar - You could ice skate to this

Gaularinn úr Chokebore orðinn einfari. Hann kann á kerlingarnar og liggur í þeim með ballöðum sem hann syngur inn á símsvarann sinn.

Fransoise Hardy - La Maison

Frönsk díva (sjón er sögu ríkari: Myspace síðan hennar). Elín systir á margar sniðugar vinkonur og ein þeirra setti þetta á safndisk. Takk fyrir það.

Midlake - Roscoe

Heyrði þetta lag í dag og það fannst mér ferskt. Vonum að það eldist.

Neon Blonde - Headlines

Af því að það er svo stutt í helgi setti ég þennan slagara inn, hvítvín + Neon blonde = menn sjá ekki út úr augum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home