To Hell with Metallica

Bjánar frá Bristol, semja skemmtilega grípandi popp rokk tónlist. Hafa mikinn á huga á risaeðlum og öðrum forsögulegum verum.
Vox Vermillion - Wanted
Ég virðist heillast óvenju mikið af mistökum frá Minneapolis, aldrei komið þangað, ef til vill er þetta merki frá æðrimáttavöldum, stefnan er tekin til Minnesota.
Justice - Let There Be Light
Frönsku fávitarnir Gaspard Augé & Xavier de Rosnay semja magnaða raftónlist með hörðum syntha, kitlar minn pelvis.
Tiga - Good as Gold (instrumental)
Teknó tussan Tiga, með ágætt hlustendavænt raf sem ágætt er að setja á fóninn þegar vikan er að lokum komin.
Fairmont - Gazebo
Hágæða-minimal-dillvænt-raf (kemst jafnvel á Aphex skalann) eftir kanadíska kjánann Jacob Fairley. Ég er nett veikur fyrir minimal house tónlist, Gazebe er gott tóndæmi.
Nú geta áhugasamir hlaðið lögunum beint niður með að hægrismella á lagið og velja "Save Link As..." á Windows tölvum eða "Download Linked File" á Mökkum, enjoy....
2 Comments:
Hrifnastur af Fairmont og Vox Vermillion, á sitt hvorum kantinum.
Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»
Skrifa ummæli
<< Home