25 mars 2006

Farið hefur fé betra

Ég held að ég verði að svara útspili bandaríkjamanna með því að yfirgefa þá, tönn fyrir tönn, auga fyrir auga. Nei ekki strax, plana þó að koma heim 20 maí, í júróvisjón partý.

Nú snilld

Apparat - Not a -Good Place
Þýskur spaði, sem er þekktastur fyrir að bera sama nafn og APPARAT ORGAN QUARTET, kannski ekki. Hann gaf út frábæra plötu, Orchestra Of Bubbles, með teknó tussunni Ellen Allien fyrr í ár (sjá lag hér að neðan). Not a good place er sérlega tilfinngaríkt og grípandi lag.

Tapes 'n Tapes - Manitoba
Þessir koma frá Minneapolis, kannski ekkert nýtt en fínasta indí-rokk-popp.

Hot Chip - Keep Fallin´
Sá þessa herramenn fyrir ekki svo löngu. Menn að mínu skapi, nerðir miklir með taktinn á hreinu. Plata þeirra kappa er í rólegri kantinum, en á tónleikum svífa dansvænir tónar úr rafrænum hljóðfærum sveitarinnar, sem ekki er hægt annað en að dilla sér við.

NÚ DANS

ELECTROLL - Always Anything
Minn áskæri yngri bróðir, a.k.a. Skeletor, er helmingur dúósins ELECTROLL ásamt Electror. Í þessum klúbba-slagra ræða þeir kumpánar um gestalista, partý á klósettum og kók eins og sönnum glam gæjum sæmir..... money succes fame glamor.....bla bla bla

Black Strobe - Chemical sweet girl (Dub)
Beittari raftónlist fyrirfinnst varla, ég er ansi veikur fyrir synth-anum hjá þessum mönnum.


Áhugasamir geta loggað sig inn á gmail með notendanafninu pelvislives@gmail.com með lykilorðinu dak1ng, d eins og í dásamlegur, a eins og í Aron, k eins og i King, talan 1, n eins og í naðra og g eins og í gull af manni, og hlaðið niður lögunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home