03 febrúar 2006

Djassað og dansvænt

Nú þegar Baldur er mættur á klakann hefur hann látið í ljós einbeittan (brota?)vilja til skekja skanka og hrista hreðjar í takt við skemmtara og farfísur á sóðalegri búllum bæjarins. Til að koma kalli í almennilegan flagaragír ætla ég að bomba á hann nokkrum djössurum og einhverju rafrænu fyrir veikara kynið.

Ghost - Escaped and lost down in Medina

Spennandi Japanir, hér af bestu plötu ársins 2004 að sumra mati, Hypnotic Underworld.

Bad Plus - And here we test our powers of observation

Þessir ætla að kíkja hingað nú í vor. Einhvers staðar las ég að þeir hefðu hitað upp fyrir Pixies og spilað á veitingastað bassaleikara Hüsker Dü, ussususs.

Raincoats - Overheard

Djassað frá góðri sveit. Fyrirrennari Beat Happening og fleiri leikskólarokkara.

Squarepusher - Theme from Ernest Borgnine

Menn geta aldeilis steppað við þennan fjanda.

Tears for Fears - Mad World

Í lok þeirra dansleikja sem ég man eftir var alltaf vangalag. Þetta má nota sem slíkt, þó í hraðari kantinum ef dansminni mitt brestur ekki. Nógu er það alla vega tussulegt.

Bjarni 3

1 Comments:

Blogger Baldtur said...

Gott, stuff, sérlega hrifinn af Bad Plus, svo er fernings færirinn auðvitað magnaður. Ekki man ég þó eftir að hafa vangað við Mad World, kannski bauð mér aldrei neinn upp í dans

4:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home