Djassað og dansvænt
Nú þegar Baldur er mættur á klakann hefur hann látið í ljós einbeittan (brota?)vilja til skekja skanka og hrista hreðjar í takt við skemmtara og farfísur á sóðalegri búllum bæjarins. Til að koma kalli í almennilegan flagaragír ætla ég að bomba á hann nokkrum djössurum og einhverju rafrænu fyrir veikara kynið.
Ghost - Escaped and lost down in Medina
Spennandi Japanir, hér af bestu plötu ársins 2004 að sumra mati, Hypnotic Underworld.
Bad Plus - And here we test our powers of observation
Þessir ætla að kíkja hingað nú í vor. Einhvers staðar las ég að þeir hefðu hitað upp fyrir Pixies og spilað á veitingastað bassaleikara Hüsker Dü, ussususs.
Raincoats - Overheard
Djassað frá góðri sveit. Fyrirrennari Beat Happening og fleiri leikskólarokkara.
Squarepusher - Theme from Ernest Borgnine
Menn geta aldeilis steppað við þennan fjanda.
Tears for Fears - Mad World
Í lok þeirra dansleikja sem ég man eftir var alltaf vangalag. Þetta má nota sem slíkt, þó í hraðari kantinum ef dansminni mitt brestur ekki. Nógu er það alla vega tussulegt.
Bjarni 3
Ghost - Escaped and lost down in Medina
Spennandi Japanir, hér af bestu plötu ársins 2004 að sumra mati, Hypnotic Underworld.
Bad Plus - And here we test our powers of observation
Þessir ætla að kíkja hingað nú í vor. Einhvers staðar las ég að þeir hefðu hitað upp fyrir Pixies og spilað á veitingastað bassaleikara Hüsker Dü, ussususs.
Raincoats - Overheard
Djassað frá góðri sveit. Fyrirrennari Beat Happening og fleiri leikskólarokkara.
Squarepusher - Theme from Ernest Borgnine
Menn geta aldeilis steppað við þennan fjanda.
Tears for Fears - Mad World
Í lok þeirra dansleikja sem ég man eftir var alltaf vangalag. Þetta má nota sem slíkt, þó í hraðari kantinum ef dansminni mitt brestur ekki. Nógu er það alla vega tussulegt.
Bjarni 3
1 Comments:
Gott, stuff, sérlega hrifinn af Bad Plus, svo er fernings færirinn auðvitað magnaður. Ekki man ég þó eftir að hafa vangað við Mad World, kannski bauð mér aldrei neinn upp í dans
Skrifa ummæli
<< Home