Norðaustanátt með slyddu og skúrum
Jú, ég get ekki neitað því að dansinn hefur dunað eftir Baldurs innlegg. Ræl, skottís, quickstep og ég veit ekki hvað. Hér kemur þó logn á eftir stormi.
The Stranglers - Strange little girl
Myndbandið við þetta lag var merkilega leiðinlegt. Fullt af undarlegum litlum stúlkum með bleika hanakamba að pósa í leðurjökkum og snjóþvegnum buxum. Minna svolítið á Verslómeyjar nútímans með indívæðingunni dásamlegu.
Charles Manson - Love's death
Hjartaknúsarinn góðkunni kemur hér með einn af sínum ódauðlegu ástarsálmum.
Richard Thompson - End of the rainbow
Þessi stakk undan Nick Drake og giftist einu konunni sem vitað er til að sá hafi duflað við. Þau hafa síðan gefið út plötur, saman og í sundur, allt til dagsins í dag. Margt af því argasti viðbjóður. Þetta er frá 1974.
Scud mountain boys - Silo
Ein dýrmætasta eign bóndans er súrheysturninn. Ekkert grín að ætla að brenna hann.
Red house painters - New Jersey
Áminning, einn skársti lagahöfundur 10 áratugarins, sorglega ósýnilegur. Hans mest áberandi stund var að leika bassaleikara í Almost famous, þar sem blaðran hún Kate Hudson lék grúppíu.
Hliðar saman hliðar,
Bjarni 5.
The Stranglers - Strange little girl
Myndbandið við þetta lag var merkilega leiðinlegt. Fullt af undarlegum litlum stúlkum með bleika hanakamba að pósa í leðurjökkum og snjóþvegnum buxum. Minna svolítið á Verslómeyjar nútímans með indívæðingunni dásamlegu.
Charles Manson - Love's death
Hjartaknúsarinn góðkunni kemur hér með einn af sínum ódauðlegu ástarsálmum.
Richard Thompson - End of the rainbow
Þessi stakk undan Nick Drake og giftist einu konunni sem vitað er til að sá hafi duflað við. Þau hafa síðan gefið út plötur, saman og í sundur, allt til dagsins í dag. Margt af því argasti viðbjóður. Þetta er frá 1974.
Scud mountain boys - Silo
Ein dýrmætasta eign bóndans er súrheysturninn. Ekkert grín að ætla að brenna hann.
Red house painters - New Jersey
Áminning, einn skársti lagahöfundur 10 áratugarins, sorglega ósýnilegur. Hans mest áberandi stund var að leika bassaleikara í Almost famous, þar sem blaðran hún Kate Hudson lék grúppíu.
Hliðar saman hliðar,
Bjarni 5.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home