Ber Bossi

Man Man - Feathers
Hvítklæddir kauðar frá Philadelfíu, syngja allir sem einn í falsettu, spila allir sem einn á fjöldamörg furðuleg hljóðfæri. Eru engu líkir live, platan þeirra er einnig hin ágætasta, en ég mæli með að sjá þá spila, Man Man á Airwaves 2006.
Yeah Yeah Yeahs - Let Me Know
Lag af "nýju" plötu YYY, ég er hrifinn (af Karen O, hún er rokk gyðja).
Til gamans: Myndir af tónleikum YYYs, sem ég fór á í Boston.
Ten Wheel Drive - Eye Of The Needle
Heyrði þetta lag fyrst milli hljómsveita á Afro-Punk-Rock tónleikum í New York, sem voru haldnir til heiðurs blökkumanna í pönki.
Ten Wheel störfuðu á áttunda áratugnum, þetta er langsamlega besta lagið sem ég hef heyrt með þeim, gott grúv.
AFX - PWSteal.Ldpinch.D
Aphex með hressandi nafn á lagi að venju. Algerlega út úr kortinu magnað lag, hvernig fer maðurinn að þessu, er málið kannski að kaupa skriðdreka og leggja í ferðalag um bresku hálendin?
Booka Shade - Darko
Þýskt dúó hjá Get Physical útgáfunni, pottþétt uppgötvun ársins hjá mér, nægir að nefna klúbbaslagarann Madarin Girl, sem ég póstaði ekki fyrir löngu, hittir beint í hjartastað.
Hér en annað mjög frambærilegt lag af ný útkominni plötu hljómsveitarinnar, Movements.
Nú geta áhugasamir hlaðið lögunum beint niður með að hægrismella á lagið og velja "Save Link As..." á Windows tölvum eða "Download Linked File" á Mökkum, enjoy....
3 Comments:
Snilldarlag með Ten Wheel Drive. Góður Love fílingur í því. Áttu meira?
AFX kemur aftur með bombu. Eru þessar tólftommur góðar yfirleitt?
Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»
Skrifa ummæli
<< Home