Síðbúið Pelvis Póst frá Montreal

Wilderness - Beautiful Alarms
Ég sá þessa náttúru unnendur fyrir, ja löngu núna, gæða rokk, lágstemdur gítar, magnaðar trömmur, söngurinn getur farið í pirrurnar á manni, en í heildina séð, gríðar gott.
Danielson - Bloodbook On The Half Shell
Skrítin blanda sem þessi hljómsveit, sem leidd er af systkinum, frá New Jersey reiðir fram. Sufjan Stevens gekk nýlega til liðs við hljómsveitina sem banjó leikari og túrar með þeim þegar hann getur.
Lopazz - I Need Ya
Gaur að nafni Stefan Eichinger frá Heidelberg, hljóðverkfræðingur að mennt og mikill spekúlant þegar kemur að rafrænni tónlist. Ég er ekkert svo hrifinn af þessu lagi en það er eitthvað við það sem heillar mig.
Dominik Eulberg - Jittery Heritage
More Germans. Dominik Eulberg stúderar líf- og landafræði og semur bilaða raftónlist milli þess sem hann vinnur sem landvörður.
DJ HELL feat. Alan Vega - Listen To The Hiss
Meistarinn Alan Vega, söngvari hinnar mikilvægu Suicide, sem slóg í gegn á Hróarskeldu 2003, er hér með lag í sameiningu með hinum ágæta Dj Hell, Tiefscharz taka svo útkomuna og mixa.
Nú geta áhugasamir hlaðið lögunum beint niður með að hægrismella á lagið og velja "Save Link As..." á Windows tölvum eða "Download Linked File" á Mökkum, enjoy....
Baldtur
3 Comments:
Á að gera úr manni teknótussul hér? Vel gott.
Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»
I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»
Skrifa ummæli
<< Home