26 apríl 2006

Ber Bossi

Zebrapúngbyndið var sett niður í skúffu í dag eftir niðurlægingu við ánna, sem kennd er við Karl, Boston er ekki tilbúin fyrir skjannahvítar íslenskar rasskinnar.

Man Man - Feathers
Hvítklæddir kauðar frá Philadelfíu, syngja allir sem einn í falsettu, spila allir sem einn á fjöldamörg furðuleg hljóðfæri. Eru engu líkir live, platan þeirra er einnig hin ágætasta, en ég mæli með að sjá þá spila, Man Man á Airwaves 2006.

Yeah Yeah Yeahs - Let Me Know
Lag af "nýju" plötu YYY, ég er hrifinn (af Karen O, hún er rokk gyðja).
Til gamans: Myndir af tónleikum YYYs, sem ég fór á í Boston.

Ten Wheel Drive - Eye Of The Needle
Heyrði þetta lag fyrst milli hljómsveita á Afro-Punk-Rock tónleikum í New York, sem voru haldnir til heiðurs blökkumanna í pönki.
Ten Wheel störfuðu á áttunda áratugnum, þetta er langsamlega besta lagið sem ég hef heyrt með þeim, gott grúv.

AFX - PWSteal.Ldpinch.D
Aphex með hressandi nafn á lagi að venju. Algerlega út úr kortinu magnað lag, hvernig fer maðurinn að þessu, er málið kannski að kaupa skriðdreka og leggja í ferðalag um bresku hálendin?

Booka Shade - Darko
Þýskt dúó hjá Get Physical útgáfunni, pottþétt uppgötvun ársins hjá mér, nægir að nefna klúbbaslagarann Madarin Girl, sem ég póstaði ekki fyrir löngu, hittir beint í hjartastað.
Hér en annað mjög frambærilegt lag af ný útkominni plötu hljómsveitarinnar, Movements.


Nú geta áhugasamir hlaðið lögunum beint niður með að hægrismella á lagið og velja "Save Link As..." á Windows tölvum eða "Download Linked File" á Mökkum, enjoy....

21 apríl 2006

Lóan og spóinn

Nú þegar sumar er gengið í garð og menn hrúgast niður í Nauthólsvík í sebrapungbindum og þvengsbikiníum er vert að rifja upp sólbaðsmúsík.

The Softies - Holiday in Rhode Island

Þessar kvensur vita ekkert betra en að tanna sig með gæjunum úr gymminu. Hér bera þær á borð ljúfsárar minningar af einhverju vaxtarræktarmótinu.

Lou Barlow - Queen of the scene

Systir Lous tekur hressan slagara sem vafalaust mun óma úr öðrum hverjum kassagítar í eyjum.

Dead milkmen - Big deal

Óður til lífsins, ekkert minna.

Guided by voices - Acorns and orioles

Sumarið eftir 3. bekk var þetta á repeat, kom í leitirnar í vorhreingerningunni.

Popol vuh - Kyrie

Líf og fjör í hverjum tóni. Á hippaárunum kunnu Þjóðverjarnir á þetta með sitt súrkál, flestir aðrir í tómu rugli og misskilningi. Sumarljóð frá '72.

40.000 more years!

07 apríl 2006

To Hell with Metallica

Bronze Age Fox - Dinosaur
Bjánar frá Bristol, semja skemmtilega grípandi popp rokk tónlist. Hafa mikinn á huga á risaeðlum og öðrum forsögulegum verum.

Vox Vermillion - Wanted
Ég virðist heillast óvenju mikið af mistökum frá Minneapolis, aldrei komið þangað, ef til vill er þetta merki frá æðrimáttavöldum, stefnan er tekin til Minnesota.

Justice - Let There Be Light
Frönsku fávitarnir Gaspard Augé & Xavier de Rosnay semja magnaða raftónlist með hörðum syntha, kitlar minn pelvis.

Tiga - Good as Gold (instrumental)
Teknó tussan Tiga, með ágætt hlustendavænt raf sem ágætt er að setja á fóninn þegar vikan er að lokum komin.

Fairmont - Gazebo
Hágæða-minimal-dillvænt-raf (kemst jafnvel á Aphex skalann) eftir kanadíska kjánann Jacob Fairley. Ég er nett veikur fyrir minimal house tónlist, Gazebe er gott tóndæmi.

Nú geta áhugasamir hlaðið lögunum beint niður með að hægrismella á lagið og velja "Save Link As..." á Windows tölvum eða "Download Linked File" á Mökkum, enjoy....

05 apríl 2006

Bubbi byggir og bloggar

Setjið þetta í pípurnar og reykið!

16 Horsepower - Black soul choir

Aldavinir okkar Jóa taka hér landsmótslag hestamanna í ár. Þessir menn sluppu við allt óþarfa brölt með ljóshærðum danskmeyjum þegar þeir heimsóttu Kaupmannahöfn, í staðinn fengu þeir að spandera öllu fría víninu baksviðs í okkur Jóa.

The Advantage - Batman-Stage I

Þeir sem spiluðu Batman leikinn á gömlu Nintendo hoppa nú hæð sína. Hér er eitt albesta lag tölvuleikjanna komið á plast með slarkfæru rokkbandi sem eingöngu spilar músík úr Nintendo tölvunni klassísku. Þeir kalla sína nýjustu afurð Elf-titled. Hohoho

Tim Hardin - Never too far

Þessi fór tú far á köflum. Spilaði á Woodstock en hans partur þótti ekki útgáfuhæfur þrátt fyrir margan úldinn skít í þeirri mynd. Sagan segir að Jim Morrison hafi farið með ungan vin sinn í heimsókn til Tims til að fæla hann frá eiturlyfjadjöflinum. Þar lá kallinn nakinn í eigin skít með skegg niður á pung. Forvarnaraðilar hérlendis mættu taka eðlukónginn til fyrirmyndar í þessum efnum.

Chokebore - Coat

Svona var rokkið einhvern tímann. Hratt, hrátt og spennandi. Þessir hanakambsveslingar sem rúla rokkinu oft nútildags mættu apa eftir.

Scratch Acid - Albino slug

Fyrirrennari Jesus Lizard, gaman.



Bjarni 7