24 janúar 2006

Þorrinn þreyttur

Nú þegar allar vambir eru útkýldar af súrhval og mysu er rétt að hressa með poppi.

Beat Happening - Crashing through

Calvin tekur gólið og kerlingin hamast á settinu. Þau kunna þetta.

Love - Andmoreagain

Arthur Lee upp á sitt besta. Make up sungu á sínum tíma Free Arthur Lee! réttilega, enda engin ástæða til að stinga kalli inn þó hann mundi haglarann í grannaerjum.

Lush - Hypocrite

Svona músík eru allir löngu hættir að hlusta á og þykir vafalaust frekar halló. En skóglápið kemur aftur, sannið til!

The Magnetic Fields - I thought you were my boyfriend

Kynvillingar hitta oft naglann á höfuðið í músík. Hér er enn eitt dæmið.

Megas - Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig

Þegar þorraþynnkan sækir að með súrum nábít og kæstum innyflum er ráð að skella þessu á og stinga úr einum pilsner.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home