25 mars 2006

Farið hefur fé betra

Ég held að ég verði að svara útspili bandaríkjamanna með því að yfirgefa þá, tönn fyrir tönn, auga fyrir auga. Nei ekki strax, plana þó að koma heim 20 maí, í júróvisjón partý.

Nú snilld

Apparat - Not a -Good Place
Þýskur spaði, sem er þekktastur fyrir að bera sama nafn og APPARAT ORGAN QUARTET, kannski ekki. Hann gaf út frábæra plötu, Orchestra Of Bubbles, með teknó tussunni Ellen Allien fyrr í ár (sjá lag hér að neðan). Not a good place er sérlega tilfinngaríkt og grípandi lag.

Tapes 'n Tapes - Manitoba
Þessir koma frá Minneapolis, kannski ekkert nýtt en fínasta indí-rokk-popp.

Hot Chip - Keep Fallin´
Sá þessa herramenn fyrir ekki svo löngu. Menn að mínu skapi, nerðir miklir með taktinn á hreinu. Plata þeirra kappa er í rólegri kantinum, en á tónleikum svífa dansvænir tónar úr rafrænum hljóðfærum sveitarinnar, sem ekki er hægt annað en að dilla sér við.

NÚ DANS

ELECTROLL - Always Anything
Minn áskæri yngri bróðir, a.k.a. Skeletor, er helmingur dúósins ELECTROLL ásamt Electror. Í þessum klúbba-slagra ræða þeir kumpánar um gestalista, partý á klósettum og kók eins og sönnum glam gæjum sæmir..... money succes fame glamor.....bla bla bla

Black Strobe - Chemical sweet girl (Dub)
Beittari raftónlist fyrirfinnst varla, ég er ansi veikur fyrir synth-anum hjá þessum mönnum.


Áhugasamir geta loggað sig inn á gmail með notendanafninu pelvislives@gmail.com með lykilorðinu dak1ng, d eins og í dásamlegur, a eins og í Aron, k eins og i King, talan 1, n eins og í naðra og g eins og í gull af manni, og hlaðið niður lögunum.

17 mars 2006

Halldór Álfgrímsson

Varnarsamningur Frónbúa og USA er fyrir bí. Nú eru góð ráð dýr. Enginn vill verja okkur. Ekki Norsarar, sem vildu hafa af okkur Smuguna og þorskinn, og ekki Danir, sem seldu okkur maðkað mjöl og skikkuðu okkur til að tala þeirra óguðlegu tungu á sunnudögum. Enginn vill verja okkur litlu kallana, með óbilandi áhugann á jeppabreytingum og fylleríi, helst í dúói. Höllum okkur því aftur og hlustum á tóna fortíðar, frá þeim tíma þegar sámur gætti okkar.

Silver Jews - Smith & Jones forever

Í USA sitja silfraðir júðar og hafa djobbið af okkur heiðarlegum Reykjanessmönnum. Við sem vildum ditta að þeirra tólum og mylja úr nærunum þeirra áður en þeir héldu út í heim að dúndra sandnegra. En mikið helvíti gera þeir fín lög, það besta frá Malkmus.

Band of Horses - Wicked Gil

Hrossabandið hefur fengið mikinn meðbyr undanfarið í henni ameríku, enda hrossin á mun hærra menningarstigi en sumt landsmanna þar. Hér mótmæla þeir kröftuglega broti á varnarsamningi Snælands og USA og níða forsprakka þeirrar ákvörðunar í svað.

Karate - New Martini

Um daginn sá ég hina hápólitísku Karate Kid. Þar reyndi jafnaðarsinnaður ameríkani af sikileyskum uppruna veikum mætti að berjast við bubbasyni og skítapakk sem sáu varnarsamningi isalands og USA allt til foráttu. Fékk hann í lið mér sér víðsýnan öldung, Japanskan að uppruna, og í sameiningu komu þeir vitinu fyrir annars forheimskt hægra pakkið.

Noir Desir - aux sombres héros de l'amer

B. Morthens þeirra Frakka syngur hér um menn, týnda á sjó. Ekki veit ég ástæðuna, þó hún sé mjög líklega runnin undan rifjum hamborgararassanna. Söngvari sveitarinnar var alþýðuhetja hin mesta en endaði þó illu heilli á að kála kerlingunni sinni í hitteðfyrra og missti þar með mesta sjarmann.

Current 93 - Mockingbird

Þessi er ágætur.

15 mars 2006

Seint dansa sumir en dansa þo

Þar sem Bjarni er karlamaðurinn í pelvis sambandinu og leiðir því þennan darraða-dans, koma hér löður ljúfir tónar sem kitla pelvis.

Liars - The Other Side of Mt. Heart Attack (Single Version)
Lag af nýrri smáskífu tekinni af plötu sem ber sama heiti og lagið. Þessi útgáfa er sú besta, sem ég hef heyrt, og eru hinar ekki slæmar.

Dead Meadow - At Her Open Door
Lag af Feathers, sem kom út í fyrra en fékk allt of litla athygli

Ellen Allien og Apparat - Leave Me Alone
Óvenju hefðbundið lag með teknó-tussunni. Sérlega skemmtileg útsetning á strengjahlutanum.

The Knife - The Captain
Rólegt lag af nýju plötu sveitarinnar, sem vex mann eins og sveppur á sveppum.

Boards of Canada - Chromakey Dreamcoat
Ekki farið sérlega mikið fyrir þessari sveit en nýjasta platan þeirra er hin besta, þó ekki sé mikil breyting frá fyrri plötum.


Baldur


Áhugasamir geta loggað sig inn á gmail með notendanafninu pelvislives@gmail.com með lykilorðinu dak1ng, d eins og í dásamlegur, a eins og í Aron, k eins og i King, talan 1, n eins og í naðra og g eins og í gull af manni, og hlaðið niður lögunum.

01 mars 2006

Norðaustanátt með slyddu og skúrum

Jú, ég get ekki neitað því að dansinn hefur dunað eftir Baldurs innlegg. Ræl, skottís, quickstep og ég veit ekki hvað. Hér kemur þó logn á eftir stormi.

The Stranglers - Strange little girl

Myndbandið við þetta lag var merkilega leiðinlegt. Fullt af undarlegum litlum stúlkum með bleika hanakamba að pósa í leðurjökkum og snjóþvegnum buxum. Minna svolítið á Verslómeyjar nútímans með indívæðingunni dásamlegu.

Charles Manson - Love's death

Hjartaknúsarinn góðkunni kemur hér með einn af sínum ódauðlegu ástarsálmum.

Richard Thompson - End of the rainbow

Þessi stakk undan Nick Drake og giftist einu konunni sem vitað er til að sá hafi duflað við. Þau hafa síðan gefið út plötur, saman og í sundur, allt til dagsins í dag. Margt af því argasti viðbjóður. Þetta er frá 1974.

Scud mountain boys - Silo

Ein dýrmætasta eign bóndans er súrheysturninn. Ekkert grín að ætla að brenna hann.

Red house painters - New Jersey

Áminning, einn skársti lagahöfundur 10 áratugarins, sorglega ósýnilegur. Hans mest áberandi stund var að leika bassaleikara í Almost famous, þar sem blaðran hún Kate Hudson lék grúppíu.

Hliðar saman hliðar,

Bjarni 5.