25 febrúar 2006


Leggið við hlustir


Ekki hægt að gera annað en að svara dans-skoti Bjarna öðruvísi en að sparka honum út á dansgólfið með þessum klúbba slögurum eða eins og vitur maður kvað, hvað er betra en að dansa?


Cursor Minor - Man Made Man
Einhvers staðar var þetta flokkað undir "silly electronica", sem að passar ágætlega. Engu að síður gríðar gott og skemmtilega uppbyggt lag.

Tiefschwarz - Warning Siren
My area of the dancefloor.

The Knife - Take My Breath Away (Puppetmasters remix)
Hinn beitti hnífur, getur skorið á öll dansbönd, sem hindra fólk frá dansgólfinu

Bjork - Who is it (Vitalic Mix)
Skemmtileg remix af skemmtilegra lagi með Björk.

Booka Shade Mandarin Girl
Eitthvað það magnaðasta, sem ég hef heyrt í háa herrans tíð. Óheyrilega vel samin "house" tónlist. Út á dansgólf Bjarni, einn dans við mig takk.


Áhugasamir geta loggað sig inn á gmail með notendanafninu pelvislives@gmail.com með lykilorðinu dak1ng, d eins og í dásamlegur, a eins og í Aron, k eins og i King, talan 1, n eins og í naðra og g eins og í gull af manni, og hlaðið niður lögunum.

10 febrúar 2006

Pönkskot

D.R.I. - Money stinks

Dirty rotten imbeciles voru með hraðari pönkböndum. Blönduðu síðar thrash metali í hardcorið og saug útkoman óheyrilega. Hér skjóta þeir föstum skotum á efnishyggju og óþarfa vinnuþjark.

The Germs - Lexicon devil

Söngvarinn toppaði flesta í rokklíferni og drapst úr heróíni 22 ára gamall. Áttu fjöldann allan af bombum, síðar túraði gítarleikarinn Pat Smear með Nirvana.

Die Kreuzen - Cool breeze

Þeirra lög voru einnig í hraðari og styttri kantinum, þó ekki sé það svo með þennan slagara frá 86. Voru víst fastagestir í hjólabrettablöðum á þessum tíma. Ekki efa ég það, í það minnsta var vínyllinn sem ég keypti í videósafnaranum úttaggaður og töff.

Honey - No one wants an alien

Ábreiða yfir Wipers lag. Ef einhver sanngirni væri í músíkheimi væri Wipers að túra heiminn en U2 pöbbaband í Dunkirkshire.

Transsexual Daycare - Fuckface

Gruggaðar tvíburasystur úr Hafnarfirði að ég held.



Bjarni 4

08 febrúar 2006


Gamlar skruddur


Joanna Newsom - Peach, Plum, Pear
Óheyrilega gott lag, einfallt, grípandi og trallandi.

The Knife - Silent Shout
Lag af nýju Knife plötunni, Silent Shout, ekki jafn gott við fyrstu hlustun og Deep Cuts, en vinnur á.

The Magic Number - Love Is A Game
Tvær tvenndir systkina, geislandi fólk. Gullfallegur söngur, sykur sætt, ætti að geta breytt hjörtu verstu mannhunda.

Bonnie Prince Billy og Tortoise - Daniel
Elton John lag, hér í skemmtilegru útgáfu mikilvægra manna.

Supersystem - Miracle
Nóg a væli og volæði, smá stemming í þessu lagi, alveg hægt að dilla sér við þetta


Áhugasamir geta loggað sig inn á gmail með notendanafninu pelvislives@gmail.com með lykilorðinu dak1ng, d eins og í dásamlegur, a eins og í Aron, k eins og i King, talan 1, n eins og í naðra og g eins og í gull af manni, og hlaðið niður lögunum.

03 febrúar 2006

Djassað og dansvænt

Nú þegar Baldur er mættur á klakann hefur hann látið í ljós einbeittan (brota?)vilja til skekja skanka og hrista hreðjar í takt við skemmtara og farfísur á sóðalegri búllum bæjarins. Til að koma kalli í almennilegan flagaragír ætla ég að bomba á hann nokkrum djössurum og einhverju rafrænu fyrir veikara kynið.

Ghost - Escaped and lost down in Medina

Spennandi Japanir, hér af bestu plötu ársins 2004 að sumra mati, Hypnotic Underworld.

Bad Plus - And here we test our powers of observation

Þessir ætla að kíkja hingað nú í vor. Einhvers staðar las ég að þeir hefðu hitað upp fyrir Pixies og spilað á veitingastað bassaleikara Hüsker Dü, ussususs.

Raincoats - Overheard

Djassað frá góðri sveit. Fyrirrennari Beat Happening og fleiri leikskólarokkara.

Squarepusher - Theme from Ernest Borgnine

Menn geta aldeilis steppað við þennan fjanda.

Tears for Fears - Mad World

Í lok þeirra dansleikja sem ég man eftir var alltaf vangalag. Þetta má nota sem slíkt, þó í hraðari kantinum ef dansminni mitt brestur ekki. Nógu er það alla vega tussulegt.

Bjarni 3