26 janúar 2006


The Bling King


Animal Collective - The Purple Bottle
Magnaður andskoti. falleg melódía, góður taktur, örskur og dúddí-da

Deerhoof - You Are a Runner and I Am My Father's Son
Gríðar gott, poppað, hrátt rokk, vel beit.

Lightning Bolt - Morro Morro Land
Tveir menn, reiða fram ótrúleg hljóð. Hljóð-árás.

Gang Gang Dance - Egowar
Heimstónlist? Dunnó en panflautan er að rokka.

Wolf Parade - Wrong Time Capsule
Eins gott indí rokk og það gerist.


Áhugasamir geta loggað sig inn á gmail með notendanafninu pelvislives@gmail.com með lykilorðinu dak1ng, d eins og í dásamlegur, a eins og í Aron, k eins og i King, talan 1, n eins og í naðra og g eins og í gull af manni, og hlaðið niður lögunum.

24 janúar 2006

Þorrinn þreyttur

Nú þegar allar vambir eru útkýldar af súrhval og mysu er rétt að hressa með poppi.

Beat Happening - Crashing through

Calvin tekur gólið og kerlingin hamast á settinu. Þau kunna þetta.

Love - Andmoreagain

Arthur Lee upp á sitt besta. Make up sungu á sínum tíma Free Arthur Lee! réttilega, enda engin ástæða til að stinga kalli inn þó hann mundi haglarann í grannaerjum.

Lush - Hypocrite

Svona músík eru allir löngu hættir að hlusta á og þykir vafalaust frekar halló. En skóglápið kemur aftur, sannið til!

The Magnetic Fields - I thought you were my boyfriend

Kynvillingar hitta oft naglann á höfuðið í músík. Hér er enn eitt dæmið.

Megas - Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig

Þegar þorraþynnkan sækir að með súrum nábít og kæstum innyflum er ráð að skella þessu á og stinga úr einum pilsner.

19 janúar 2006

Heartbeats

Varð að skjóta að annarri útgáfu af þessu fína lagi með The Knife. Það er Jose Gonzalez sem flytur órafmagnað, komið inn á pósthólfið.

18 janúar 2006


PelvisLives



Tími til tjútta. Áhugasamir geta loggað sig inn á gmail með notendanafninu pelvislives@gmail.com með lykilorðinu dak1ng, d eins og í dásamlegur, a eins og í Aron, k eins og i King, talan 1, n eins og í naðra og g eins og í gull af manni, og hlaðið niður lögunum, sem við sendum inn. Látið mig endilega vita ef einhver vandræði koma upp.

This is for the king:

The Knife - Heartbeats
Hljómsveit ársins 2005 að mínu mati. Deep Cuts fær mann til að dansa, gráta og langa til Hawai. Ef þú ert ekki að hlusta á þessa hljómsveit þá ertu á villigötum.

Ellen Allien - Sehnsucht
Ellen Allien er Madonna Teknósins. Sechnsucht fær hárin enn til að rísa þó ég sé búinn að vera hlusta á lagið, reglulega, í um ár, radd-effektinn í laginu er magnaður. Ingimar fær átján prik fyrir að kynna mig fyrir þessari skvísu.

Liars - It Fit When I Was a Kid
Laf af nýju plötu Liars Drum's Not Dead, sem ég get mælt með, er þó frekar tormelt.

TV On The Radio - Dry Drunk Emperor
Lag af óútkominni plötu með TV On The Radio. Eins lélegir og þeir voru á Airwaves hér um árið, þá slá plöturnar þeirra oft á mína strengi.

Sylvain Chauveau - Minéral
Sylvain Chauveau er franskur fjandi hjá Fat Cat útgáfunni. Minéral er falleg píanó ballaða eftir kauða.


12 janúar 2006

Áramótabomba!

5 lög sem fara vel með kampavíni og kalkúna

Úlpa-girl

Dansvænt lag af bestu íslensku plötu ársins. Kuntubassi og frygðarstunur sem koma jafnvel stekkjastaur í dansgír.

The Brian Jonestown Massacre-Leave nothing for sancho

Þetta lag er tekið af minni uppáhaldsplötu á árinu. Söngvarinn er of skemmtilegur til að láta fram hjá sér fara. Fleiri hausspörk og slagsmál innan hljómsveita.

Clinic-Cement mixer

Gleymdur indíslagari, mjög mikilvægur.

Dicks-Rich daddy

Anthem okkar Breiðhyltinga.

Friends of Dean Martinez-All the pretty horses

Kenndu sig fyrst við viskýsumblarann alræmda en sá varð foj og þeir þurftu því að bæta -ez við í endann. Var með þessa melódíu á heilanum í mörg ár áður en mér áskotnaðist lagið, guði sé lof fyrir soulseek.

Bjarni 1