08 febrúar 2006


Gamlar skruddur


Joanna Newsom - Peach, Plum, Pear
Óheyrilega gott lag, einfallt, grípandi og trallandi.

The Knife - Silent Shout
Lag af nýju Knife plötunni, Silent Shout, ekki jafn gott við fyrstu hlustun og Deep Cuts, en vinnur á.

The Magic Number - Love Is A Game
Tvær tvenndir systkina, geislandi fólk. Gullfallegur söngur, sykur sætt, ætti að geta breytt hjörtu verstu mannhunda.

Bonnie Prince Billy og Tortoise - Daniel
Elton John lag, hér í skemmtilegru útgáfu mikilvægra manna.

Supersystem - Miracle
Nóg a væli og volæði, smá stemming í þessu lagi, alveg hægt að dilla sér við þetta


Áhugasamir geta loggað sig inn á gmail með notendanafninu pelvislives@gmail.com með lykilorðinu dak1ng, d eins og í dásamlegur, a eins og í Aron, k eins og i King, talan 1, n eins og í naðra og g eins og í gull af manni, og hlaðið niður lögunum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Öll Knife lögin sem þú hefur sent hafa verið hörkuskítur. Joanna Newsom virkar spennandi, hún á víst að kíkja hingað heim bráðum.

8:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home